Nýjast á Local Suðurnes

Flugakademían hættir rekstri

Mynd: Keilir

Flugakademía Íslands, sem verið hefur hluti af samstæðu Keilis, mun hætta rekstri eftir langvarandi rekstrarvanda, en nemendum skólans mun bjóðast að halda náminu áfram hjá Flugskóla Reykjavíkur samkvæmt samkomulagi milli skólanna frá því í gær. Þetta kemur fram í tilkynningu.

Haft er eftir Nönnu Kristjönu Traustadóttur framkvæmdastjóra Keilis að þótt það séu vonbrigði að svona hafi farið sé það ekkert launungarmál að reksturinn hafi verið krefjandi um árabil.

„Það sem skiptir öllu máli í þessari stöðu eru nemendur – og sú afar jákvæða niðurstaða að geta upplýst nemendahóp Flugakademíu Íslands um að hægt að verði að tryggja áframhaldandi nám þeirra til atvinnuflugs í góðum skóla á íslenskri grundu,“ segir hún ennfremur.