Nýjast á Local Suðurnes

Þjálfarar frá W.B.A halda námskeið í Reykjanesbæ

Barna- og unglingaráð knattspyrnudeildar Keflavíkur mun í júní bjóða upp á námskeið fyrir iðkendur 3., 4. og 5. flokks í samstarfi við hið fornfræga knattspyrnufélag West Bromwich Albion. Námskeiðin hefjast þann 18. júní og standa til 23. júní.

Þjálfarar frá unglingaakademíu W.B.A. stýra æfingum á námskeiðinu, sn sama félag hélt námskeið í samstarfi við Keflavík á síðasta ári og þótti það takast vel.

Nánari upplýsingar um tíma, verð og staðsetningar má finna hér fyrir neðan.