Nýjast á Local Suðurnes

Emelía Ósk frábær þegar U18 landsliðið tryggði sér sæti í 8-liða úrslitum EM

Keflvíkingurinn Emelía Ósk Gunnarsdóttir var með 15 stig, 5 fráköst og 4 stoðsendingar auk þess að spila frábæra vörn þegar íslenska U18 landsliðið í körfuknattleik lagði það finnska að velli í B-deild Evrópukeppninnar í Bosníu í dag, 81-73. Stelpurnar trygðu sér þar með sæti í átta liða úrslitum keppninnar.

Sigurinn í dag var sérstaklega sætur fyrir þær sakir að íslenska liðið tapaði með sex stiga mun gegn Finnlandi á Norðurlandamótinu í júní, en Finnar eru núverandi Norðurlandameistarar.

Íslenska landsliðið hefur með sigrinum unnið 3 af fyrstu 4 leikjum sínum á mótinu, en tvö efstu sætin gefa sæti í átta liða úrslitunum.