Nýjast á Local Suðurnes

Dramatík hjá Keflavík – Margrét rekin og Falur hættur sem formaður

Margréti Sturlaugsdóttur hefur verið sagt upp störfum hjá kvennaliði Keflavíkur í Domino’s deildinni í körfubolta, þetta staðfesti hún á vef Víkurfrétta í kvöld.

Keflavíkurliðið hefur verið á uppleið undir stjórn Margrétar og vann meðal annars góðan sigur á Grindvíkingum í síðasta leik. Keflvíkingar sem hafa unnið 5 af sex heimaleikjum sínum í deildinni eru í þriðja sæti deildarinnar.

Keflavík mætir Skallagrími í átta liða úrslitum bikarsins á morgun. Marín Rós Karlsdóttir mun stýra liðinu þar til nýr þjálfari hefur verið ráðinn og mun Sigurður Ingimundarson, þjálfari karlaliðs Keflavíkur vera henni til aðstoðar í leiknum á morgun.

Þá var greint frá því á Vísi.is í kvöld að Falur Harðarson, eiginmaður Margrétar, væri hættur sem formaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.