Nýjast á Local Suðurnes

Benedikt tekur við Njarðvík

Benedikt Guðmundsson hefur verið ráðinn þjálfari karlaliðs Njarðvíkur í Domino’s deildinni næstu þrjú ár. Samningar þess efnis voru undirritaðir á dögunum.

Benedikt tekur við af Einari Árna Jóhannssyni, en Njarðvík lenti í níunda sæti Domino’s deildarinnar á yfirstandandi leiktíð.