Þrír flokkar hafa kynnt framboðslista – Miklar breytingar hjá Sjálfstæðisflokki

Framsókn, Samfylking og óháðir og Sjálfstæðisflokkurinn hafa kynnt lista sína fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar í Reykjanesbæ. Töluverðar breytingar verða á lista Sjálfstæðisflokksins frá síðustu kosningum, en þeir Árni Sigfússon og Böðvar Jónsson hafa tilkynnt að þeir muni ekki taka sæti í bæjarstjórn á næsta kjörtímabili og skipa tvö neðstu sæti listans.
Framboðslisti Framsóknar í Reykjanesbæ var samþykktur á félagsfundi í lok febrúar og mun Jóhann Friðrik Friðriksson, lýðheilsufræðingur leiða listann. Framboðslistann skipa 11 konur og 11 karlar.
Listi Framsóknarflokksins í Reykjanesbæ:
- Jóhann Friðrik Friðriksson, lýðheilsufræðingur
- Díana Hilmarsdóttir, forstöðumaður Bjargarinnar
- Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir, kennsluráðgjafi
- Trausti Arngrímsson, viðskiptafræðingur
- Bjarni Páll Tryggvason, flugumferðarstjóri
- Eva Stefánsdóttir, viðskiptafræðingur
- Sigurður Guðjónsson, löggiltur bifreiðasali
- Halldór Ármannsson, útgerðarmaður
- Magnea Herborg Björnsdóttir, leikskólakennari
- Jóhanna María Kristinsdóttir, söngkona
- Andri Fannar Freysson, tölvunarfræðingur
- Aðalheiður Halldórsdóttir, grunnskólakennari
- Guðmundur Stefán Gunnarsson, ráðgjafi á velferðarsviði og júdókappi
- Drífa Sigfúsdóttir, fyrrv. forseti bæjarstjórnar
- Róbert Jóhann Guðmundsson, málarameistari
- Andrea Ásgrímsdóttir, PGA golfkennari
- Hólmfríður Guðmundsdóttir, hússtjórnarkennari
- Freyr Sverrisson, knattspyrnuþjálfari
- Ólafía Guðrún Lóa Bragadóttir, tollvörður
- Oddný Mattadóttir, húsmóðir
- Ingvi Þór Hákonarson, slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður
- Kristinn Þór Jakobsson, bæjarfulltrúi og viðskiptafræðingur
Framboðslisti Samfylkingarinnar og óháðra í Reykjanesbæ fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar var samþykktur með lófataki á félagsfundi þann 24. febrúar síðastliðinn og mun Friðjón Einarsson leiða listann líkt og fyrir síðustu kosningar. Listann skipa 12 konur og 10 karlar.
Eftirtalin skipa listann:
- Friðjón Einarsson bæjarfulltrúi
- Guðný Birna Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi
- Styrmir Gauti Fjeldsted, B.Sc í rekstrarverkfræði
- Eydís Hentze Pétursdóttir, meistaranemi í heilbrigðisvísindum
- Guðrún Ösp Theodórsdóttir hjúkrunarfræðingur
- Sigurrós Antonsdóttir, hársnyrtimeistari og sjálfstæður atvinnurekandi
- Jón Haukur Hafsteinsson, forstöðumaður sérdeildar Háaleitisskóla
- Jóhanna Björk Sigurbjörnsdóttir, verkefnastjóri og nemi
- Elfa Hrund Guttormsdóttir félagsráðgjafi
- Valur Ármann Gunnarsson leigubifreiðastjóri
- Íris Ósk Ólafsdóttir rekstrarhagfræðingur
- Sindri Stefánsson hjúkrunarfræðinemi
- Hulda Björk Stefánsdóttir leikskólastjóri
- Simon Cramer Larsen framhaldsskólakennari
- Hjörtur Magnús Guðbjartsson sérfræðingur
- Jurgita Milleriene grunnskólakennari
- Þórdís Elín Kristinsdóttir félagsráðgjafi
- Bjarni Stefánsson málarameistari
- Kristjana E. Guðlaugsdóttir viðskiptafræðingur
- Vilhjálmur Skarphéðinsson, eldri borgari
- Hrafnhildur Gunnarsdóttir, eldri borgari
- Ingvar Hallgrímsson rafvirkjameistari
Tillaga uppstillingarnefndar Sjálfstæðisflokksins var samþykkt samhljóða fyrir fullu húsi, eftir fjörugar og uppbyggjandi umræður, segir í tilkynningu, en í tilkynningunni kemur einnig fram að 6 af 12 efstu sætunum skipa einstaklingar sem ekki hafa komið við sögu á lista Sjálfstæðisflokksins áður. Margrét Sanders leiðir listann, sem skipaður er 10 konum og 12 körlum.