Nýjast á Local Suðurnes

Foreldrum með veikt barn þvælt á milli stofnanna – Fengu að lokum þjónustu á HSS

Foreldrar fimm mánaða gamals barns fóru í einu og öllu eftir þeim ráðleggingum sem þeim voru gefnar eftir að barnið veiktist á laugardag. Suðurnes.net greindi frá því á laugardagskvöld að barninu hafi verið meinaður aðgangur að Heilbrigðisstofnun Suðurnesja (HSS) vegna einkenna veikindanna (sem voru flensueinkenni), en barnið fékk að lokum þjónustu á HSS, en þó ekki fyrr en eftir að hafa verið sent til Reykjavíkur eftir símtal í þjónustunúmer landlæknis vegna Covid-19 veirunnar.

Móðir barnsins rekur sögu fjölskyldunnar á vef Mannlífs, en þar kemur fram að barnið hafi fengið þjónustu á HSS eftir nokkura klukkutíma þvæling á milli sjúkrastofnanna á höfuðborgarsvæðinu. Í frétt Mannlífs kemur fram að þvælingurinn hafi tilkomið vegna starfa föður barnsins á Keflavíkurflugvelli þar sem hann hefur samskipti við flugfarþega.

 

Frá ritstjóra: Rétt er að taka fram að við vinnslu fyrri fréttar um málið, þar sem fram kemur að barnið hafi ekki fengið þjónustu á HSS, að rætt var við tvo fjölskyldumeðlimi sem höfðu sömu sögu að segja, þá sem birt var í fyrri frétt. Þá er einnig rétt að fram komi að starfsmenn HSS höfðu samband eftir birtingu fréttarinnar og sögðu hana ranga. Viðkomandi starfsmenn gátu/máttu eða vildu þó ekki gefa upplýsingar um hvað væri rangt í fréttinni, né koma fram undir nafni. Þá er einnig rétt að það komi fram að ávallt er reynt að hafa samband við þá sem hlut eiga að máli við vinnslu frétta, HSS hefur hins vegar aldrei svarað fyrirspurnum frá Suðunes.net og því var ekki reynt að hafa samband við stjórnendur stofnunarinnar vegna þessa og fréttinni því haldið í birtingu.