Nýjast á Local Suðurnes

Nokkur hundruð Park and fly páskaegg gefin á góða staði

Mynd: Facebook / Park and fly

Það hefur róast aðeins traffíkin hjá þjónustufyrirtækjum á Keflavíkurflugvelli og fyrirtæki sem sérhæfa sig í að geyma og þrífa bíla fyrir ferðaþyrsta íslesndinga eru þar engin undantekning. Við greindum meðal annars frá því á dögunum að eitt slíkt hafi boðið góðgerðarsamtökum á Suðurnesjum að nýta starfsfólk sitt, sem annars hefði mögulega verið sagt upp störfum, til góðra verka.

Annað slíkt fyrirtæki, Park and fly, hefur undanfarna daga staðið í stórræðum við að dreifa páskaeggjum á góða staði, en fyrirtækið hefur gefið fleirri hundruð slík á Suðurnesjum og víðar, meðal annars nutu lögregla, heilbrigðisstarfsfólk, íbúar á Nesvöllum og fleiri góðs af.

Fyrirtækið er í eigu Reynis Bergmann, sem hefur undanfarin misseri verið einn helsti samfélagsmiðlaáhrifavaldur landsins meðfram rekstrinum á Park and fly. Hægt er að fylgjast með Reyni útbýta pákaeggjum á SnapChat, en eggin voru upphaflega ætluð viðskiptavinum fyrirtækisins hvar til stóð að koma þeim á óvart við heimkomu frá útlöndum um páskana. Þróunin í ferðabransanum undanfarnar vikur hefur hins vegar orðið þess valdandi að lítið verður um viðskiptavini, eins og gefur að skilja, og því hefur Reynir, við annan mann, ekið um borg og bæ dælandi út páskeggjum.