Nýjast á Local Suðurnes

Bílastæðafyrirtæki býður félagasamtökum að nýta starfsfólk sitt til góðra verka

Bílastæðaþjónustan BaseParking hefur boðið félagasamtökum á Suðurnesjum að nýta starfsfólk fyrirtækisins til góðra verka í því ástandi sem nú ríkir. Fyrirtækið hefur undanfarin ár starfað á Keflavíkurflugvelli en eftirspurn eftir þjónustu fyrirtækisins er nú í lágmarki enda lítið sem ekkert flug til og frá landinu.

“Nú þegar eftirspurn eftir þjónustu okkar fór skyndilega niður þá ætlum að nýta krafta BaseParking í að aðstoða þá sem þurfa á því að halda. Við höfum því boðið krafta okkar til ýmissa samtaka á suðurnesjum, meðal annars fyrir matarúthlutanir.” Segir meðal annars í stöðuuppfærslu á Facebook-síðu fyrirtækisins, en hana má sjá í heild hér fyrir neðan.