Nýjast á Local Suðurnes

Löggan á léttum nótum – #keilan og hestur tekinn með gras

Lögregluembætti landsins eiga það til að vera á léttum nótum þegar kemur að því að uppfæra stöðufærslur á samfélagsmiðlum eins og Facebook og Instagram. Lögreglan á Suðurnesjum biðlaði til fólks að fara varlega í umferðinni um helgina og notaði tækifærið eins og margir aðrir til að þátt í keiluævintýrinu í tengslum við Evrópukeppnina í knattspyrnu, eins og sjá má á færslu hér fyrir neðan sem birt var á Faceboosíðu lögreglunnar í morgun.

Lögreglan á Suðurlandi á það sömuleiðis til að gera grín á Fésbókarsíðu sinno, til að mynda nappaði lögreglan hest á dögunum sem var með gras í fórum sínum og leysti embættið það verkefni með sóma eins og sjá má hér fyrir neðan.