Nýjast á Local Suðurnes

Bæjarstjóri þakkar fyrir skemmtilega samveru á Ljósanótt

Blöðrum verður ekki sleppt við setningarathöfnina að þessu sinni

Nú að lokinni sextándu Ljósanóttinni er ástæða til þess að þakka öllum sem að undirbúningi og framkvæmd þessar mikilvægu bæjarhátíðar komu. Samstarfs- og styrktaraðilum færum við bestu þakkir. Einnig vil ég þakka öllum gestum, bæði íbúum Reykjanesbæjar sem og öðrum sem heimsóttu okkur um nýliðna helgi, fyrir skemmtilega samveru.

Kjartan Már Kjartansson

Kjartan Már Kjartansson

 

Viðburðirnir skiptu tugum og voru hver öðrum betri. Mest um vert er þó að allt fór vel fram, engin slys eða óhöpp urðu svo vitað sé og allir sneru glaðir til síns heima. Eins og venjulega verður nú farið i saumana á framkvæmdinni og kannað hvort og þá hvað megi gera betur að ári, skrifar bæjarstjórinn Kjartan Már Kjartansson á heimasíðu Reykjanesbæjar.