Nýjast á Local Suðurnes

Studio 16 Lounge – Notalegt kaffihús í hjarta bæjarins

Studio 16 er nýtt kaffihús staðsett í hjarta miðbæjarins, við Hafnargötu 21. Á Studio 16 er lagt upp með að fólk geti komið og spjallað, á notalegum stað, fengið sér drykki, spilað billiard og haft það huggulegt.

kokteilar2

Boðið er upp á hefðbundna kaffidrykki, en á staðnum er boðið upp á eðal kaffi frá Kaffitári og hefur starfsfólk staðarins sótt námskeið hjá faglærðum aðilum Kaffitárs og er mikið lagt upp úr því að kaffið sé bæði ljúffengt og á ásættanlegu verði. Einnig er boðið upp á kökur, tertur og heitt súkkulaði.

Þá er vert að geta þess að staðurinn býður upp á eitt besta verðið á Suðurnesjasvæðinu á kranabjór, en hann fæst á litlar 600 krónur alla daga til miðnættis og er tilvalið að skella sér á einn kaldann af krana og leika sér á flottu billiardborði sem prýðir staðinn.

Á Studio 16 er einnig boðið upp á svokallaðar Shisha pípur sem viðskiptavinir geta leigt sér klukkustund í senn og eru allskyns bragðtegundir í boði, en sú hugmynd kom frá viðskiptavini og segjast eigendur staðarins vera mjög opin fyrir slíkum hugmyndum þar sem stefnan sé fyrst og fremst sú að ýta undir frekari kaffihúsamenningu í bænum.

Allar upplýsingar um staðinn og þau tilboð sem í boði eru á hverjum tíma má sjá á heimasíðu Studio 16 á Facebook, en þar er einnig hægt að senda inn fyrirspurnir og koma á framfæri hugmyndum, sem eigendur staðarins bregðast alla jafna fljótt og vel við.

Shisha pípurnar eru vinsælar á Studio 16: