Garðar “IceRedneck” sér um leikmannakynningu í Ljónagryfju

Njarðvíkingar virðast ætla að fara frekar óhefðbundnar leiðið í leikmannakynningum fyrir heimaleiki karlaliðsins í Dominos-deildinni í körfuknattleik.
Þeir brugðu á það ráð að spila lag Klaufabárðanna úr samnefndum sjónvarpsþáttum þegar lið Keflvíkinga var kynnt til leiks í fyrsta leik tímabilsins og í þem næsta, gegn Stjörnunni, mun internetstórstjarnan Garðar Viðarson sjá um að kynna liðin til leiks.
Trukkabílstjórinn Garðar Viðarsson er sérstaklega vinsæll á Snappinu, enda er hann afar duglegur við að Snappa hinum og þessum skemmtilegu myndum úr hinu daglega lífi trukkabílstjórans.
Garðar notast við notendanafnið ICEREDNECK og hefur tæplega 2000 fylgjendur á Snappinu – Við mælum með að fólk bæti kalli á Snaplistann, því hann á það til að deila ótrúlegustu hlutum með fylgjendum sínum – Þá mælum við með því að fólk skelli sér í Ljónagryfjuna á föstudag og hlusti á flotta leikmannakynningu a la IceRedneck.