Nýjast á Local Suðurnes

Birkir Freyr aftur í Reyni

Birkir Freyr Sigurðsson hefur gert eins árs samning við félagið. Birkir, sem er 26 ára gamall Sandgerðingur, hefur mikla leikreynslu þrátt fyrir ungan aldur.

Birkir hefur leikið 166 leiki í deild og bikar í meistaraflokki og skorað í þeim 25 mörk. Þar af hefur hann leikið 132 leiki með Reyni Sandgerði og því er möguleiki fyrir hann í sumar að komast í úrvalshóp leikmanna sem hafa náð 150 leikjum með Reyni.

Stjórn knattspyrnudeildar Reynis fagnar þessum öfluga liðsstyrk fyrir átökin í 3. deildinni í sumar og hlakkar til samstarfsins.