Nýjast á Local Suðurnes

Seldu íbúðarhúsnæði á Suðurnesjum fyrir tæpan milljarð í síðustu viku

Innri - Njarðvík

Alls var 26 kaup­samn­ing­um þing­lýst á Suður­nesj­um í síðustu viku. Þar af voru 13 samn­ing­ar um eign­ir í fjöl­býli, 12 samn­ing­ar um sér­býli og 1 samn­ing­ur um ann­ars kon­ar eign­ir en íbúðar­hús­næði. Heild­ar­velt­an var 941 millj­ón króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 36,2 millj­ón­ir króna.

Til samanburðar var 11 kaup­samn­ing­um þing­lýst á Akureyri á sama tíma og var heild­ar­velt­an 452 millj­ón­ir króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 41,1 millj­ón króna. Þá var 9 kaup­samn­ing­um þing­lýst á Árborg­ar­svæðinu í síðustu viku og var heild­ar­velt­an þar 199 millj­ón­ir króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 22,1 millj­ón króna.

Að venju var langmest um þinglýsingar á höfuðborgarsvæðinu en þar var 132 kaup­samn­ing­um um fast­eign­ir þing­lýst á í síðustu viku.  Þar af voru 102 samn­ing­ar um eign­ir í fjöl­býli, 27 samn­ing­ar um sér­býli og 3 samn­ing­ar um ann­ars kon­ar eign­ir en íbúðar­hús­næði. Heild­ar­velt­an var 5.152 millj­ón­ir króna og meðal­upp­hæð á samn­ing 39 millj­ón­ir króna.