Nýjast á Local Suðurnes

Boðið upp á hálkuvörn í Garði

Sveitarfélagið Garður býður íbúum sínum upp á að ná sér í sand ef þeir vilja sanda einhver svæði, t.d. götunar hjá sér eða stíga.

Búið er að salta flestar götur bæjarins en mikil hálka er enn í sumum húsagötum. Með þessu geta íbúar þá bætt um betur og sandað meira sjálf í sínu nærumhverfi. Íbúum gefst kostur á að ná sér í sand í porti áhaldahúss við Gerðaveg 11 og er íbúum heimilt að ganga í þann sand að vild, segir á heimasíðu sveitarfélagsins.