Nýjast á Local Suðurnes

Vökvatengi skiptir um eigendur

Rubix Ísland ehf. hefur gengið frá kaupum á verslun og eignum Vökvatengi ehf. í Reykjanesbæ. Vökvatengi hefur sérhæft sig sem sölu- og þjónustuaðili á vökva- og loftbúnaði, ásamt margskonar rekstrarvörum fyrir fyrirtæki á Reykjanesinu.

Vökvatengi var stofnað árið 1985 og er staðsett í Reykjanesbæ. Stofnendur fyrirtækisins, Skúli S. Ásgeirsson og Elín Halldóra Hermannsdóttir, munu reka verkstæði, sem staðsett er í sama húsnæði áfram.

Í tilkynningu segir að Rubix Ísland muni njóta góðs af stækkun markaðssvæðis og sérfræðiþekkingu starfsmanna Vökvatengis. Þegar líður á haustið mun verslun Vökvatengis breytast og vöruframboðið aukast með vörum frá Rubix og Verkfærasölunni.