Nýjast á Local Suðurnes

Fá ekki að gera breytingar á byggingum við Brekadal

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Eigendur tveggja lóða við Brekadal óskuðu á dögunum eftir breytingu á deiliskipulagi, þannig að í stað tveggja hæða húsa eins og gert er ráð fyrir á deiliskipulagi að þá verði heimild fyrir húsum á einni hæð með breikkun á byggingareit úr 8m í 11m.

Að mati umhverfis- og skipulagsráðs Reykjanesbæjar samræmist breytingin ekki markmiði um yfirbragð götunnar og því var erindi beggja lóðahafa hafnað.