Kaupa þjónustumiðstöð á hundrað milljónir króna
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti á fundi sínum á dögunum að kaupa fasteignina að Fitjabraut 1c, skv. kauptilboði að fjárhæð kr. 105.000.000,-.
Um er að ræða rúmlega 600 fermetra byggingu á rúmlega 4.000 fermetra lóð. Húsnæðið hefur undanfarin ár verið aðsetur starfsmanna þjónustumiðstöðvar, hverfisvina og vinnuskóla sveitarfélagsins.