Nýjast á Local Suðurnes

Þrír dæmdir fyrir að framvísa fölsuðum vegabréfum

Þrír menn voru í Héraðsdómi Reykjaness í gær sakfelldir fyrir skjalafals með því að hafa framvísað fölsuðum vegabréfum á Flugstöð Leifs Eiríkssonar, það er Vísir.is sem greinir frá þessu.

Mennirnir komu allir til landsins mánudaginn 13. júlí. Þeir játuðu allir brot sín og var gert að sitja í fangelsi í þrjátíu daga.