Nýjast á Local Suðurnes

Vogar fá tæpar 23 milljónir króna úr fjarskiptasjóði

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, kynnti í dag úthlutun styrkja samtals að upphæð 443 milljóna kr. til ljósleiðaravæðingar í dreifbýli, sem veittir eru í tengslum við landsátakið Ísland ljóstengt á grundvelli fjárfestingarátaks ríkisstjórnarinnar.

Styrkir til sveitarfélaga námu að þessu sinni samtals 317,5 milljónum króna. Einnig var samið við Neyðarlínuna sem fékk 125,5 milljónir króna til að leggja ljósleiðara og byggja upp fjarskiptainnviði utan markaðssvæða.

Sveitarfélagið Vogar var eina sveitarfélagið á Suðurnesjum sem hlaut styrk að þessu sinni. Styrkupphæðin nemur 22.583.000 krónum.