Nýjast á Local Suðurnes

Skutlast til Keflavíkur fyrir sex þúsund kall – Leyfisskyld þjónusta en erfitt að sanna brot

Töluvert hefur borið á boðum um ódýr fargjöld á milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur í Facebook-hópnum Skutlarar að undanförnu. Hópurinn telur rúmlega 37 þúsund manns og virkar þannig að meðlimir óska annað hvort eftir skutli eða bjóða upp á það gegn gjaldi.

Lausleg könnun Suðurnes.net á verði á fargjöldum hjá nokkrum meðlimum á síðunni leiddi í ljós að mögulegt er að fá “skutl” til Reykjanesbæjar á 5-6.000 krónur. Far með leigubíl sömu leið kostar um 15.000 krónur.

Auglýsing: Geggjaðar gjafaöskjur fyrir þá sem hugsa um heilsuna

Að sögn lögreglu er sú þjónusta sem skutlarar bjóða upp á leyfisskyld, en að slík mál séu erfið viðureignar. Ómar Smári Ármannsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn í umferðardeild lögreglunnar segir að til þess að sanna brotin þurfi skutlararnir að annað hvort viðurkenna brotið sjálfir eða farþegarnir staðfesta að þeir hafi þegið far gegn gjaldi.