Nýjast á Local Suðurnes

Saga Reynis Sterka frumsýnd í nóvember – Myndband!

Sagan af Reyni Erni Leóssyni, sem gerði garðinn frægan á áttunda áratugnum sem sterkasti maður í heimi, verður frumsýnd í Smárabíói þann 10. nóvember næstkomandi. Myndin sem leikstýrð er af Baldvini Z og framleidd af kvikmyndafyrirtæki hans, Zetafilm.

Reynir sem bjó lengst af í Njarðvík, ferðaðist víða um ævina og sýndi aflraunir sínar, en hann var ungur að árum þegar fyrst fór að bera á miklum kröftum hans. Aflraunir Reynis verða að teljast ótrúlegar en þekktastur er hann fyrir að brjótast út úr fangaklefa herlögreglunnar á Keflavíkurflugvelli, vel hlekkjaður á höndum og fótum á innan við 7 klukkustundum, en það afrek var skráð í Heimsmetabók Guinness.

Á kvikmyndavefnum Klapptré er haft eftir Baldri að saga utangarðsmannsins Reynis sé spennandi, enda ævi hans sveipuð dulúð og yfirnáttúrulegum öflum.

Ævi hans var sveipuð dulúð og yfirnátturulegum öflum sem engin hefur getur útskýrt eða skilið. Fyrir utan heimsmetin sem hann setti, þá er sagan um utangarðsmanninn sem þráði viðurkenningu frá samfélaginu ekki síður spennandi.

Reynir lést langt fyrir aldur fram árið 1982, aðeins 43 ára að aldri.