Nýjast á Local Suðurnes

Skátar í Stuðkví slógu upp Klósettpappírsleikunum 2020 – Myndband!

Mynd: Skj´áskot / skatarnir.is

Líkt og hjá öðrum félagasamtökum liggur starfsemi Skátanna að mestu leyti niðri um þessar mundir, en það þýðir þó ekki að það sé ekki hægt að skemmta sér örítið. Skátarnir skelltu í Stuðkví og birta myndbönd eða leiðbeiningar að fullt af skemmtilegheitum sem hægt er að dunda við í samkomubanni. Meðal annars keppnina sem sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Myndbandið her fyrir neðan er eitt fjölmargra af klósettpappírsleikunum sem Skátarnir bjóða upp á en þau er öll að finna hér. Leikirnir eru ætlaðir fólki á öllum aldri sem búa á sama heimili og vantar eitthvað skemmtilegt að gera saman.