Nýjast á Local Suðurnes

Hafa áhyggur af stöðunni í kjaraviðræðum ljósmæðra og ríkisins

Bæjarráð Reykjanesbæjar ræddi á fundi sínum í morgun um kjaraviðræður ljósmæðra og ríkisins. Ráðið  lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem uppi er í viðræðunum.

Jafnframt skorar ráðið á samningsaðila að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ná samningum áður en hættuástand myndast í landinu.