Nýjast á Local Suðurnes

Fyrsti leikur Hauks Helga með Njarðvík í kvöld

Erlend og innlend lið hafa áhuga á að fá Hauk Helga í sínar raðir

Eins og fram hefur komið í fréttum mun Haukur Helgi Pálsson, leika með Njarðvíkingum í Domino’s-deild karla í körfuknattleik í vetur. Kappinn hefur fengið leikheimild með Njarðvíkingum og mun leika sinn fyrsta leik með liðinu gegn KR-ingum í Frostaskjóli, heimavelli KR í kvöld.

Njarðvíkingar verða til alls líklegir í vetur og ætla sér stóra hluti, liðið hefur unnið tvo af fyrstu þremur leikjum sínum í deildinni og sitja í 8 sæti deildarinnar fyrir leikinn í kvöld. KR-ingar verða án þeirra Helga Más Magnússonar og Pavel Ermolinskij sem geta ekki verið með í kvöld vegna meiðsla.