Nýjast á Local Suðurnes

Píratar með málþing um höfundaréttarmál í Reykjanesbæ í dag

Félag Pírata í Reykjanesbæ mun standa fyrir málþingi um höfundaréttarmál, laugardaginn 31. október kl 13-15. Framsögu hafa Ásta Helgadóttir sagnfræðingur og þingmaður Pírata, Elíza Newmann tónlistarkona og Árni Björn Guðjónsson frumkvöðull.

Síðan verða fyrirspurnir, spjall og umræður. Málþingið verður í Virkjun, Flugvallarbraut 740, Ásbrú, Reykjanesbæ. Allir eru velkomnir og heitt á könnunni.