Nýjast á Local Suðurnes

Arnór Ingvi sat fyrir svörum: “Norrköping hjálpaði mér að þroskast sem leikmaður”

Arnór Ingvi Traustason sat fyrir svörum á blaðamannafundi íslenska landsliðsins í Annecy í dag, ásamt þeim Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfara og Theodór Elmari Bjarnasyni. Þeir Arnór Ingvi og Elmar komu inn á í sigurleiknum gegn Austurríki og hjálpuðust að við að tryggja Íslandi sigurinn undir lokin.

Fundurinn var í beinni útsendingu á Vísi en upptöku af honum má sjá hér.