Nýjast á Local Suðurnes

Faldi fíkniefni milli fóta sér – Grunuð um dreifingu og sölu

Lögreglan á Suðurnesjum haldlagði amfetamín og kannabisefni í íbúðarhúsnæði í umdæminu á dögunum. Efnunum hafði verið komið fyrir víðs vegar um íbúðina.

Karlmaður og kona voru þar innan dyra þegar lögreglu bar að garði og reyndi maðurinn að sturta fíkniefnum niður í klósettið þegar hann varð lögreglumannanna var. Konan reyndi að kasta efnum út um glugga en þegar það tókst ekki reyndi hún að fela þau milli fóta sér. Fólkið var handtekið og flutt á lögreglustöð. Maðurinn játaði eign sína á megninu af þeim efnum sem fundust. Grunur leikur á að um dreifingu og sölu fíkniefna hafi verið að ræða.