Nýjast á Local Suðurnes

Viðburðir menningarstofnanna Reykjanesbæjar slá í gegn – Erlendir fjölmiðlar fjalla um tónleika Hljómahallar

Menningarstofnanir Reykjanesbæjar hafa gripið til ýmissa viðburða sem streymt hefur verið um veraldarvefinn á meðan samkomubann vegna Covid-19 hefur verið í gildi. Viðburðirnir hafa vakið mikla athygli, 26.000 þúsund manns kíktu á tónleika Ásgeirs Trausta í Hljómahöll, þegar mest var voru 2500 manns að horfa á sama tíma. Horft hefur verið á myndbandið af tónleikunum, sem vistað er inn á Facebook síðu Hljómahallar, rúmlega 60 þúsund sinnum.

Þá hafa nokkrir erlendir fjölmiðlar fjallað um framtakið, eins og sjá má hér fyrir neðan:

Með þvi að smella hér má sjá umfjöllun themellowmusic.com 
Með því að smella hér má sjá umfjöllun plattentests.de
Með því að smella hér má sjá umfjöllun cityguide-rhein-neckar.de
Með því að smella hér má sjá umfjöllun fastforward-magazine.de
Með því að smella hér má sjá umfjölllun downloadmusik.de
Með þvi að smella hér má sjá umfjöllun tonspion.de

Þá hefur umferð um Facebook síðu bókasafnsins aukist gríðarlega og mikil virkni verið á síðunni, um 600 % fleiri höfðu samskipti á síðunni í síðustu viku en venjulega, 78% fleiri sem skoðuðu síðuna, 110% aukning í þeim sem líkar við síðuna og náð hefur verið til 20% fleiri með birtingum á síðunni. Þá horfðu 3800 manns á myndband með Höllu Karen sem streymt var.

Regluleg innslög Listasafns og Byggðasafns hafa vakið athygli. Skessan í hellinum hefur komið daglega á sína Facebook síðu með ýmislegt.