Nýjast á Local Suðurnes

Sigurbergur Elísson í viðtali á X-inu: Hefur gefið mér heilmikið

Sigurbergur Elísson, leikmaður Keflavíkur í knattspyrnu var í viðtali í Akraborginni á X-inu í dag þar sem hann ræddi pistilinn sem hann skrifaði og fjallaði um kvíða og þunglyndi sem hefur hrjáð hann undanfarin ár. Pistillinn var birtur á Fótbolti.net síðastliðinn sunnudag.

„Þetta var eitthvað sem ég þurfti að gera fyrir sjálfan mig. Ég þurfti að koma þessu út til að létta á mér,“ sagði Sigurbergur meðal annars í Akraborginni í dag.

„Ég hef fengið frábæran stuðning eftir pistilinn og hef greinilega náð að opna augu margra sem eru að glíma við svipað vandamál. Það gefur mér heilmikið.”

Hægt er að hlusta á viðtalið hér fyrir neðan.