Nýjast á Local Suðurnes

Hættuleg hafnarmannvirki í Höfnum

Hafnarmannvirkin í Höfnum í Reykjanesbæ urðu fyrir miklum skemmdum í óveðri sem gekk yfir þann 1. mars síðastliðinn og hefur svæðinu verið lokað fyrir umferð.

Hafnarsvæðið er orðið hættulegt yfirferðar, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Farið var yfir tillögur um aðgerðir sem hefta almennt aðgengi að hafnarsvæðinu til að tryggja þar öryggi og varna slysum á fundi atvinnu-og hafnarráðs Reykjanesbæjar á dögunum og var Halldóri K. Hermannssyni sviðsstjóra atvinnu- og hafnarsviðs falið að fylgja málinu eftir í samræmi við umræður á fundinum, segir í fundargerð.