Nýjast á Local Suðurnes

Fækkað í æfingahóp landsliðsins í körfu – Dagur Kár ekki með

Þjálfarar karlalandsliðsins í körfuknattleik hafa skorið niður í æfingahóp liðsins fyrir Eurobasket, sem fram fer í Finnlandi. 24 leikmenn hafa verið við æfingar að undanförnu, sá hópur hefur nú verið skorinn niður í 19, en verður fækkað í 12 manna lokahóp í ágúst.

Dagur Kár Jónsson er eini Suðurnesjamaðurinn sem lenti í niðurskurði þjálfaranna að þessu sinni, en auk hans hafði  Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson dregið sig út úr upphaflega hópnum vegna meiðsla.

Liðið mun leika tvo æfingaleiki gegn Belgíu á næstu dögum, þann fyrri í Smáranum á morgun, en þann seinni á Akranesi á laugardaginn.

19 manna hópur Íslands inniheldur fjölda Suðurnesjamanna eins og sjá má hér fyrir neðan:

Axel Kárason · Tindastóll
Brynjar Þór Björnsson · KR
Elvar Már Friðriksson · Barry University, USA
Haukur Helgi Pálsson · Cholet Basket , Frakklandi
Hlynur Bæringsson · Stjarnan
Hörður Axel Vilhjálmsson · Keflavík
Jón Arnór Stefánsson · KR
Kári Jónsson · Drexel University, USA
Kristinn Pálsson · Marist University, USA
Kristófer Acox · KR
Logi Gunnarsson · Njarðvík
Martin Hermannsson · Châlon-Reims, Frakklandi
Ólafur Ólafsson · Grindavík
Pavel Ermolinskij · KR
Ragnar Ágúst Nathanaelsson · Arcos Albacete, Spáni
Sigtryggur Arnar Björnsson · Skallagrímur
Sigurður Gunnar Þorsteinsson · AE Larissas, Grikklandi
Tryggvi Snær Hlinason · Þór Akureyri