Nýjast á Local Suðurnes

Fín byrjun hjá Suðurnesjamönnunum í háskólaboltanum

Elvar Már Friðriksson

Njarðvíkingurinn Elvar Már Friðriksson og Grindvíkingurinn Jón Axel Guðmundsson léku sína fyrstu leiki í háskólaboltanum í Bandaríkjunum á þessu tímabili í nótt og er óhætt að segja að félagarnir fari vel af stað.

Jón Axel lék sinn fyrsta deildarleik fyrir Davidsson háskólann þegar liðið vann tólf stiga sigur, 86-74, á Appalachian State í nótt. Jón Axel var í byrjunarliðinu og átti góðan dag. Grindvíkingurinn spilaði í 24 mínútur í leiknum og skoraði á þeim 11 stig, tók þrjú fráköst og gaf fimm stoðsendingar.

Elvar Már Friðriksson, sem er á sínu öðru ári hjá Barry, skoraði tíu stig og gaf fimm stoðsendingar þegar liðið bar sigurorð af Johnson & Wales, 93-77, í fyrsta leik tímabilsins.