Nýjast á Local Suðurnes

Búa sig undir veðuráraun á raforkukerfi á Reykjanesi

Landsnet hef­ur und­ir­búið viðbrögð vegna veður­spár um djúpa lægð sem geng­ur yfir landið á morg­un og verður viðvar­andi fram á fimmtu­dag.

Í til­kynn­ingu frá Landsneti seg­ir að með lægðinni, sem stefn­ir á Reykja­nes á morg­un, auk­ist veðuráraun á raf­orku­kerfið.

Eld­inga­hætta

„Eld­inga­hætta verður með meg­in­skil­um lægðar­inn­ar í fyrra­málið einkum suðvest­an- og sunn­an­lands. Með vestanátt­inni í kjöl­farið er reiknað með um­tals­verðu álagi um sunn­an- og vest­an­vert landið af völd­um vinds, ís­ing­ar og seltu sem verður viðvar­andi fram á fimmtu­dag.“

Þau landsvæði sem eru ber­skjölduð fyr­ir seltu hafa verið kort­lögð og unnið er að und­ir­bún­ingi hreins­un­ar í góðu sam­starfi við slökkvilið á svæðunum sem um ræðir.

Landsnet hvet­ur alla til að fylgj­ast með til­kynn­ing­um á vef Landsnets, á Face­book eða í Landsnet­sapp­inu.