Nýjast á Local Suðurnes

Íbúafundur vegna mengunar verður haldinn í Stapa í kvöld

Íbúafundur vegna ófyrirséðar loftmengunar frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík verður haldinn í Stapa í kvöld, en á annað hundrað kvartanir hafa borist Umhverfisstofnun og Reykjanesbæ frá íbúum Reykjanesbæjar vegna mengunar frá kísilmálmverksmiðjunni.

Þá hafa vel á fjórða þúsund manns sett nafn sitt á undirskriftalista á netinu þar sem farið er fram á að starfsleyfi United Silicon verði tekið til endurskoðunar og að verksmiðju Thorsil, sem enn er á teikniborðinu, verði ekki veitt starfsleyfi.

Á fundinum, sem hefst klukkan 20, verða fulltrúar frá bæjarstjórn Reykjanesbæjar, United Silicon, Orkurannsóknum Keilis og frá Umhverfisstofnun.  Að lokinni framsögu verða pallborðsumræður auk þess sem leyfðar verð fyrirspurnir úr sal.