Nýjast á Local Suðurnes

Bæjarstarfsmenn fá bónus vegna COVID-19

Bæjarráð Grindavíkur hefur lagt til að starfsmönnum sveitarfélagsins verði veittur bónus vegna þeirrar einstöku stöðu sem verið hefur að undanförnu vegna kórónufaraldursins og framlags starfsmanna við að leysa úr málefnum bæjarfélagsins í því sambandi.

Umbunin verður veitt í formi gjafabréfs sem nýta má til úttektar hjá fyrirtækjum heimamanna í Grindavík.

Tillagan var samþykkt og fá starfsmenn sem eru í starfi í maí 2020 10.000 króna gjafabréf til nota í fyrirtækjum í Grindavík samkvæmt lista sem samþykktur var á fundinum.