Nýjast á Local Suðurnes

Reglulega eitrað fyrir kakkalökkum í Reykjanesbæ – Loka þurfti Dósaseli vegna skordýranna

Kakkalakkar - Mynd: Wikipedia

Loka þurfti Dósaseli á Iðavöllum eftir að starfsmenn urðu þess varir að kakkalakkar skriðu upp úr einum dósapokanum.

Inga Jóna Björgvinsdóttir, forstöðumaður Dósasels, segir í samtali við DV.is að starfsfólkið hafi í fyrstu fyllst viðbjóði þegar þau sáu kakkalakkana. En í sameiningu týndu þau 10 kakkalakka af gólfinu. Inga Jóna segir þá hafa verið drapplitaða og frekar smáa en ekki svarta og stóra líkt og margir þekkja frá heitari löndum.

„Meindýraeyðirinn sagði okkur að hann færi allavega einu sinni í viku að eitra fyrir kakkalökkum í bænum,“ segir Inga Jóna við DV.is – Inga Jóna segir að þau hafi ekki orðið vör við fleiri kakkalakka eftir þetta. Því sé nokkuð öruggt að sú róttæka aðgerð sem farið var í hafi skilað árangri.