Nýjast á Local Suðurnes

Fundu á annað hundrað kannabisplöntur

Lög­regl­an á Suður­nesj­um stöðvaði í fyrra­dag kanna­bis­rækt­un í íbúðar­hús­næði. Rækt­un­in var í tveim­ur tjöld­um í svefn­her­bergj­um, á annað hundrað plönt­ur sam­tals.

Í öðru hús­næði, sem lög­regla gerði einnig hús­leit í að feng­inni heim­ild, fund­ust svo fá­ein­ar plönt­ur til viðbót­ar. Sami ein­stak­ling­ur­inn stóð fyr­ir rækt­un­inni á báðum stöðum. Lög­regla fjar­lægði bæði plönt­ur og rækt­un­ar­tól til eyðing­ar.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni, sem seg­ir enn frem­ur að þetta sé í annað sinn á skömm­um tíma sem lög­regla stöðvar um­fangs­mikla kanna­bis­rækt­un í um­dæm­inu.