Nýjast á Local Suðurnes

Loka fyrir aðgang að gossvæðinu

Í ljósi versnandi veðurs hefur lögreglustjórinn á Suðurnesjum ákveðið að loka fyrir aðgang fólks að gossvæðinu við Fagradalsfjall.

Í tilkynningu segir að ljóst sé að ekkert ferðaveður sé á svæðinu. Reynst gæti erfitt fyrir viðbragðsaðila að bregðast við útköllum og sinna eftirliti á svæðinu.