Nýjast á Local Suðurnes

Hljóðbylgjan – Svæðisútvarp Suðurnesja hefur hafið útsendingar

Sendir út á fm 101,1, á netinu og í Sjónvarpi Símans.

Hljóðbylgjan – Svæðisútvarp Suðurnesja hóf útsendingar síðastliðinn mánudag og sendir út á fm 101,1, á netinu og í Sjónvarpi Símans.

Stöðin mun spila tónlist og senda út frá menningartengdum viðburðum á Suðurnesjum auk þess að senda út fréttatíma fjórum sinnum á dag, alla daga vikunnar kl. 09:00/13:00/17:00 og 22:00, í samstarfi við Local Suðurnes.

Stöðin leitar að áhugasömum einstaklingum sem hafa áhuga á að vera með eigin þætti eða vilja tengjast stöðinni á einn eða annan hátt, nánari upplýsingar má finna á heimasíðu stöðvarinnar, hljodbylgjan.com eða á Fésbókarsíðu Hljóðbylgjunnar.