Nýjast á Local Suðurnes

Sumarbúðir Skautafélags Reykjavíkur – Spennandi og metnaðarfull dagskrá

Sumarbúðir Skautafélags Reykjavíkur verða haldnar nokkrum sinnum í sumar, um er að ræða fimm daga í senn, þar sem lögð er áhersla á góða þjálfun á ís, en auk þess verða dagarnir brotnir upp með mismunandi afísæfingum, þar sem þjálfarar ýmissa greina koma og kenna.

Skautafélag Reykjavíkur stendur einnig fyrir skauta og leikjanámskeið í fjórar vikur í júlí þar sem börnin kynnast skautaíþróttinni ásamt því að fara í ýmsa leiki bæði inni og úti þegar verður leyfir. Nánari upplýsingar eru að finna hér: http://skautafelag.is/sumarbudir/sumar2016/

Dagskrá búðanna er spennandi og metnaðarfull, en auk þjálfara Skautafélags Reykjavíkur munu gestaþjálfarar og annað íþróttafólk hjálpa til við ólíka hluta þjálfunarinnar.

Dagskrá, verðskrá og nánari upplýsingar er að finna hér.