Nýjast á Local Suðurnes

Að jafnaði 4% hækkun á gjaldskrá

Ljósmynd: Reykjanesbær.is / OZZO

Hækkun á liðum gjaldskrár Reykjanesbæjar nemur að jafnaði 4% frá og með næstu áramótum.

Nokkrar undantekningar eru þó frá hækkunum, en útsvarshlutfall er óbreytt milli ára líkt og álagningarhlutfall fasteignaskatts. Þá eru engar breytingar á gjaldskrá úrgangshirðu frá því ári sem nú er senn á enda og þá er tekið fram í útskýringum með fjárhagsáætlun sveitarfélagsins fyrir næsta ár að gjaldskrá fyrir árskort í almenningsvagna haldist óbreytt.