Nýjast á Local Suðurnes

Erlendur gat ekki greitt kvartmilljón á staðnum – Erfitt að ná í ferðamenn sem skulda sektir

Lögreglan á Suðurnesjum hefur kært ellefu ökumenn fyrir of hraðan akstur á undanförnum dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 164 km hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund. Þarna var á ferðinni erlendur ferðamaður sem gat ekki greitt sektina á staðnum. Sektarupphæð vegna brots af þessu tagi nemur 240 þúsund krónum.

Lögreglunni hefur undanfarin ár reynst erfitt að innheimta sektir erlendra ferðamanna þar sem hún hefur oft á tíðum ónægar upplýsingar um aðsetur. Aðeins 45% sekta sem sendar eru erlendum ferðamönnum eru greiddar.

Þá voru allmargir ökumenn sektaðir fyrir að tala í síma án handfrjáls búnaðar meðan á akstri stóð og skráningarnúmer voru fjarlægð af fáeinum bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar í umferðinni.