Nýjast á Local Suðurnes

Lýsa yfir óvissustigi vegna jarðskjálftahrinu

Ríkis­lög­reglu­stjóri hefur í sam­ráði við lög­reglu­stjórann á Suður­nesjum lýst yfir ó­vissu­stigi al­manna­varna vegna jarð­skjálfta­hrinu á Reykja­nes­skaga. Þetta kemur fram í til­kynningu frá Al­manna­vörnum.

„Jarð­skjálfta­hrina hófst upp­úr há­degi í dag 30. júlí og er enn í gangi. Veður­stofa Ís­lands hefur sett Krýsu­vík á gult vegna flug­um­ferðar en mesta virknin er NA við Fagra­dals­fjall,“ segir í til­kynningunni.

Al­manna­varnir hvetja íbúa til þess að huga að lausa- og innan­stokks­munum sem geta fallið við jarð­skjálfta og huga sér­stak­lega að því að ekki geta fallið lausa­munir á fólk í svefni.