Rúmlega þúsund undirskriftir gegn öryggisvistun
Rúmlega eitt þúsund manns hafa sett nafn sitt á undirskriftalista gegn byggingu úrræðis Félagsmálaráðuneytis um öryggisvistun ósakhæfra einstaklinga í Dalshverfi í Innri-Njarðvík. hægt er að setja nafn sitt á listann til 14. nóvember næstkomandi.
“Málefni öryggisvistunar hefur verið til umræðu á upp á síðkastið í fréttamiðlum vegna þess hversu erfitt hefur reynst að tryggja öryggi íbúa í nágrenni við úrræðin, segir í texta sem fylgir söfnuninni. Við Íbúar Innri Njarðvíkur höfum miklar áhyggjur vegna þess í ljósi þess að ítrekað hefur verið vandamál með að fólk hefur sloppið frá öryggisgæslufólki og beitt börnum og fullorðnum ofbeldi bæði íhöfuðborginni og Akureyri,” segir einnig.