Nýjast á Local Suðurnes

Arnór Ingvi til sænsku meistaranna – Myndband!

Landsliðsmaður­inn Arn­ór Ingvi Trausta­son hefur gengið til liðs við sænska meist­araliðið Mal­mö, en samningur Arnórs Ingva við liðið gild­ir til árs­ins 2021.

Arn­ór Ingvi hefur þar með sagt skilið við aust­ur­ríska liðið Rapid Vín, en hann gekk í raðir liðsins frá sænska liðinu Norr­köp­ing í fyrra. Hann var í sum­ar lánaður til gríska liðsins AEK en fékk fá tæki­færi með liðinu.

Hér fyrir neðan má sjá viðtal við Arnór Ingva sem var tekið fyrir Malmö.