Nýjast á Local Suðurnes

Landsliðskona heimsótti knattspyrnuskóla Þróttar Vogum

Sara Björk Gunnarsdóttir ein fremsta knattspyrnukona landsins mætti í heimsókn í knattspyrnuskóla Þróttar í Vogum í dag og spjallaði við krakkana.

Sara varð Svíþjóðarmeistari með Malmö í vor og en á dögunum skipti hún yfir til Wolfsburg og spilar í Þýskalandi á næsta tímabili.

Krakkarnir fengu öll áritað platgat af kvennalandsliðinu og auðvitað áritað af Söru Björk. Knattspyrnuskólinn hefur verið í gangi alla vikuna og lauk í dag með heimsókn landsliðskonunnar, en auk heimsóknarinnar fengu allir verðlaunapening, boltamyndir og bol, þá var boðið upp á heljarinnar pizzaveislu í lokin.

throttur skoli1

 

throttur skoli2