Nýjast á Local Suðurnes

Hundrað í einangrun á Suðurnesjum

Hundrað einstaklingar eru í einangrun vegna Covid 19 smita á Suðurnesjum og eru þannig langflestu smitin að greinast á Suðurnesjasvæðinu sé miðað við sveitarfélög að svipaðri stærð. Til að mynda eru 20 einstaklingar í einangrun á Suðurlandi og tæplega 30 á norðurlandi eystra.

Þá eru 254 einstaklingar í sóttkví á Suðurnesjum. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á vef covid.is.