Nýjast á Local Suðurnes

Grindavíkurstúlkur töpuðu ekki leik í riðlakeppninni

Topplið Grindavíkur í B-riðli fyrstu deildar kvenna var búið að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni fyrir síðasta leikinn í riðlakeppninni sem fram fór á Grindavíkurvelli í kvöld, liðið tók á móti Víkingum frá Ólafsvík og sigraði nokkuð sannfærandi, 3-0, þó öll mörkin hafi komið í síðari hálfleik.

Grindavík fór þar með taplaust í gegnum riðilinn og endar með 30 stig í 1.sæti. FH-konur eru með tveim stigum minna í 2.sæti.